Skip to main content
Umsögn

Dómsmál

By 24. júní 2015No Comments
Þegar ÖBÍ tekur ákvörðun um að höfða mál fyrir dómsmálum þá er tekið mið af því að málið hafi fordæmisgildi.  

Hæstiréttur ÍslandsÖBÍ hefur í gegnum tíðina farið í nokkur dómsmál sem varða hagsmuni fólks í aðildarfélögum ÖBÍ. Sjá t.d. dóm í máli Hæstaréttar í máli nr. 125/2000, svokallaðan Öryrkjabandalagsdóm I. Síðan sá dómur féll hefur bandalagið rekið nokkur dómsmál, sjá t.d. dóm Hæstaréttar varðandi sérstakar húsaleigubætur í máli  nr. 728/2015. Árið 2012 hóf ÖBÍ dómsmál sem varðaði hvort greiðslurnar væru í samræmi við það sem áskilið er í 76. gr. stjórnarskrárinnar, sjá dóm Hæstaréttar í máli nr. 223/2016. Það mál fór ekki á þann hátt sem við höfðum óskað. ÖBÍ hefur jafnframt stutt málarekstur vegna útreikninga á fjármagnstekjum fólks í hjúskap og hvernig slíkar greiðslur skerða rétt einstaklinga til greiðslna. Það mál tapaðist einnig en í þeim dómi var afar merkilegt sératkvæði sem tók algerlega undir málflutning stefnanda, sjá dóm í máli nr. 795/2017

Dómsmál sem ÖBÍ hefur tekið þátt í og er lokið:  

  • Mál nr. 795/2017 Fjármagnstekjur skerða bætur – mál gegn Tryggingastofnun ríkisins. Skerðing greiðslna almannatrygginga vegna fjármagnstekna, sem stafar af eingreiðslu skaðabóta.  
  • Mál nr. 223/2016 Framfærsla almannatrygginga – mál gegn TR og íslenska ríkinu. Örorkubætur duga ekki til eðlilegrar framfærslu.
  • Mál nr. 728/2015 Sérstakar húsaleigubætur – mál gegn Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg greiddi ekki sérstakar húsaleigubætur til leigjenda hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins.
  • Mál nr. 665/2008 Skerðing á lífeyrissjóðsgreiðslum – mál gegn Gildi lífeyrissjóði. Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði skerðist vegna félagslegrar aðstoðar TR (uppbótar á lífeyri).
  • Mál nr. 590/2006 Aldurstengd uppbót -samkomulag Jóns Kristjánssonar og Garðars Sverrissonar.  
  • Mál nr. 549/2002 Fyrningarákvæði vegna endurgreiðslu TR á tekjutryggingu. Framhald dómsmáls nr. 125/2000. Dómurinn er þekktur sem „Öryrkjabandalagsdómurinn seinni“.
  • Mál nr. 125/2000 Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands og gagnsök. Tekjutrygging örorkulífeyrisþega skerðist af tekjum maka (varði við brot á lögum). Dómurinn er þekktur sem „Öryrkjabandalagsdómurinn fyrri“. 

Hér eru nokkrir úrskurðir frá Úrskurðarnefnd velferðarmála og álit Umboðsmanns Alþingis sem tengjast málefnum fatlaðs fólks. Hægt er að leita að úrskurðum velferðarmála á vef stjórnarráðs Íslands. Hér eru tenglar á þá helstu: 

Álit og niðurstöður Umboðsmanns Alþingis

Úrskurðarnefnd velferðarmála