Skip to main content
Umsögn

Norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu samhengi

By 30. nóvember 2020No Comments
Norrænt samstarf um málefni fatlaðs fólks samanstendur einkum af þremur megintækjum: Norrænu velferðarmiðstöðinni, sem er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál (MR-S), Norræna ráðinu um málefni fatlaðs fólks (Fötlunarráðinu), sem gegnir ráðgjafarhlutverki fyrir allt opinbert norrænt samstarf ásamt framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem einnig er þverfagleg.

Norræna velferðarmiðstöðin sér einnig um styrkjakerfi fyrir norrænt samstarf stofnana um málefni fatlaðs fólks.

Norrænu löndin og sjálfstjórnarsvæðin hafa skuldbindingar um þátttöku fatlaðs fólks í alþjóðasamningum, meðal annars sem aðilar að sáttmálum SÞ og í samstarfi innan Evrópuráðsins og ESB. Þetta á einnig við um Eystrasaltsríkin. Hér á eftir eru tilgreind nokkur slík dæmi.

Sameinuðu þjóðirnar

Norðurlöndin eru skuldbundin til og taka virkan þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna að mannréttindamálum og þar eru Norðurlöndin framarlega. Mannréttindayfirlýsingin (1948) bannar ofbeldi og mismunun. Samningar fyrir ákveðna markhópa beinast að hópum sem standa mjög höllum fæti og skýra greinar samtakanna um almenn mannréttindi frá 1948 og hvernig megi hrinda þeim í framkvæmd fyrir alla. Fyrir þessa framkvæmdaáætlun eru sérlega viðeigandi samningarnir um réttindi fatlaðs fólks (CRPD), borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (CCPR), félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi (CESCR), réttindi kvenna (CEDAW) og réttindi barna (CRC).

Sjálfbærnimarkmið SÞ í Dagskrá 2030 eru einnig mjög mikilvæg fyrir norrænt samstarf.

Evrópuráðið

Norðurlöndin taka einnig virkan þátt í Evrópuráðinu, en samstarf þeirra um mannréttindi nær til 47 landa og byggir á Evrópusamningnum um mannréttindi og mannfrelsi.

Öll Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að fylgja reglum ráðsins. Evrópuráðið hefur sérstakt samstarf um starf landanna að auknum réttindum fatlaðs fólks.6 Þing samstarfs- stofnunarinnar, ráðherranefndir, sérfræðinganefndir um réttindi fatlaðs fólks og mannréttindadeild hafa lagt áherslu á málefnið með samningum og tilmælum. Evrópuráðið hefur gefið út fjölda rita á þessu sviði, einkum um aðstæður fatlaðra kvenna og stúlkna. Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi á einnig við og hefur verið samþykktur af öllum norrænu löndunum.

Stefna Evrópuráðsins á þessu sviði, Human rights: a reality for all 7, gildir 2017–2023.

Evrópusambandið

ESB hefur framkvæmdaáætlun fyrir þátttöku fatlaðs fólks auk sérstakra samstarfsverkefna, meðal annars til þess að stuðla að frjálsri för milli landanna, European Disability Strategy 2010–2020: A Renewed Commitment to a Barrier-Free Europe8. ESB er einu svæðisbundnu samtökin sem hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (UNCRPD). Það er til marks um mikinn metnað og gerir kröfur til aðildarríkjanna um að gera breytingar og breyta rétt.

Tilskipun ESB um jafna meðferð á vinnumarkaði (2000/78) hefur bein áhrif, líkt og reglugerðir um réttindi farþega í hópbifreiðum (181/2011), skipum (1177/2010), járn- brautarlestum (1371/2007) og flugvélum (264/2004) innan ESB og ná meðal annars einnig til Íslands og Noregs.

Tilskipunin um aðgengi að opinberum vefsíðum og forritum (2016/2102) fjallar um aðgengi opinberrar rafrænnar þjónustu. Tilskipun á almennari nótum um aðgengi er í ferli og gengur undir heitinu European Accessibility Act. Mannréttindastofnun ESB, FRA, hefur gert fjölda skýrslna um aðstæður fatlaðs fólks.