Skip to main content
Umsögn

Viðauki 3: Heildarupplifun ferða og sérstakar ábendingar

By 16. maí 2019No Comments
Alexander og Haukur Hákon voru beðnir um að skrifa nokkur orð um heildarupplifun hverrar ferðar og leggja fram ábendingar.

Heildarupplifun ferðar

  • Gekk ágætlega en bílstjórinn hafði lítinn sem engan áhuga á að aðstoða mig. Hjálpaði ekki til við rampinn.
  • Ferðin gekk vel. Fór einn hring og endaði á sömu stöð.
  • Gekk ágætlega en enginn áhugi frá bílstjórum
  • Gekk ágætlega
  • Þessi ferð og stoppustöð var til fyrimyndar. 🙂
  • Tók aðeins eina strætóferð þann dag.
  • Það kom í ljós að ég fór vitlausu megin út og varð strandaglópur í þessari ferð og ákvað að láta sækja mig auk þess sem ég rataði ekkert.
  • Veðrið var mjög vont þennan dag þannig að strætóúttekt var úr dæminu.
  • Þetta var fyrsta úttektin á biðskýlum en fór samt ekki í strætó þann dag. Kannaði bara skýlin.
  • Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá mér og fólk var alltaf til í að aðstoða og viðmót bílstjóra mjög fínt. En þó má alltaf bæta sig.
  • Lindir – Eyraland  Furugerði – Lindir    flott, en fyrri vagninn keyrði framhjá okkur. Þurftum að bíða í 30 min. Allir aðrir vagnar stoppuðu og athuguðu hvort við vildum far með þeim.
  • Gekk vel, engar óvæntar uppákomur. Bílstjórar mjög vingjarnlegir    Hamraborg – Skálaheiði með leið 35 & 36
  • Góð ferð áfallalaus,    Hamraborg – Smáratorg
  • Góð, allt gekk mjög vel. Almennilegur bílstjóri
  • seljabraut/flúðasel – smáralind  smáralind – seljabraut/flúðasel    flott. var reyndar einhver misskilningur með hvenær strætó fór á vefsíðunni. stóð að strætó fór kl 18:26 á vefsíðunni, en á stoppistöðinni stóð 18:36. þurftum því að bíða 10 min lengur í rigningunni.
  • vesturlandsvegur/hálsar – skeiðholt  skeiðholt – vesturlandsvegur/viðarhöfði    ágætt, mætti laga biðskýlið í skeiðholti. Allir gluggar eru brotnir, og hin stoppistöðin við skeiðholt er bara prik í mold.    eftir að stoppa á seinustu stoppistöðinni var bara stigi niður brekkuna. Og þurftum við því  að fara út á vesturlandsbrautina og fara niður ramp þar sem bílar voru á 80-90.
  • silfurtún – fríkirkjuvegur leið 1  háskóli íslands – hegranes leið 1    Við lentum í því að ferð var aflýst í gær, og við sáum það ekki fyrr en við vorum komnir að stoppistöpinni. ætluðum að taka leið 14 áfram frá fríkirkjuvegi á granda, en við enduðum á því að þurfa að labba þetta. Þegar við vorum að athuga með ferð á netinu fyrir brottför, þá kom upp að við ættum að taka leið 1 kl 18:59 að fríkirkjuvegi, og þaðan leið 14 áfram kl 19:23. það kom tilkynning um að leið 1 væri með eina breytta stoppistöð hjá kringlunni, en ekkert annað. ekkert gátum við séð á appinu heldur. leið 14 gekk víst ekki frá kl 18 í gær, en það er það sem stóð á stoppistöðinni.
  • Hafnafjarðarvegur/Ásgarður – Fjörður með leið 1.  sama leið til baka.    Góð strætóferð, en þegar við fórum upp í fyrri strætóinn tók hann allt of snemma af stað. Mjög erfitt fyrir okkur að komast á réttan stað og festa okkur.
  • gekk vel, fyrir utan smá atvik á leiðinni heim (gerum grein fyrir því hér fyrir neðan).     Fleiri upplýsingar um ferðina :  tókum leið 23 frá Ásgarði til Álftanesvegur/Bessastaðir  og svo tókum við leið 23 frá Álftansvegur/Bessastaðir í Ásgarð.
  • hefði mátt vera betri, fyrri bílstjórinn keyrði of harkalega.
  • góðar ferðir
  • Góð ferð sem heppnaðist vel.
  • Gekk mjög vel. Seinni strætó var nánast fullur, en gekk samt vel að komast inn og festa mig.    Auka upplýsingar:  -Fyrri ferð = Mjódd-Háaleytisbraut/Múlar með leið 11  -Seinni ferð = Kringlumýrarbraut/kringlan-Ásgarður með leið 1
  • Skemmtileg ferð, gekk mjög vel, og við komumst ferða okkar án neinna vandræða.   Aukaupplýsingar fyrir könnunina :  -Nafn á biðstöð 2 : Víkurvegur/Borgarvegur.  -Númer á leið : 24 báðar ferðirnar.

Sérstakar ábendingar

  • Engin stöð var tilkynnt í kerfi sem er mjög slæmt og beinlínis hættulegt fyrir þá sem eru sjónskertir eða blindir því þeir myndu væntanlega ekki vita hvar þeir væru eða hvar þeir ættu að fara úr vagninum.
  • Í mörgum tilfellum tók ég eftir að bæta þarf strætóskýlin. Setja leiðarlínur fyrir blinda og sjónskerta og handstoðir á bekkina og ekki síst fleiri festingar í strætó sem eru öruggari og halda betur utan um hjólastólana og barnavagnanna
  • nota svona belti eins og eru í vagni nr. 150. auðvelt að festa sjálfan sig með þeim.
  • mætti laga beltin og staðla þau til að hafa þau öll eins.
  • mætti laga bekkinn í skýlinu við smáratorg. okkur dauðbrá þegar aðstoðarmaðurinn minn settist á hann.
  • hafa beltin lengri, og ekki svona viðkvæman sjálfþrengibúnað.
  • laga hátalarakerfið, laga festingar. minnka ósamræmið milli vefsíðunnar og stoppistöðvunum.
  • laga stoppistöðvarnar við skeiðholt                       
  • það vær gott ef appið og vefsíðan myndi ekki stinga uppá leiðum sem ganga ekki. þetta hefði komið sér illa ef ég hefði verið einn á ferðum.
  • Væri gott ef það væri regla að það ætti að bíða eftir að hjólastólafólk er komið á sinn stað og búið að festa sig áður en það er lagt af stað.
  • *Þegar við vorum á leiðinni til baka þá stoppuðum við á stoppistöðinni á móti þeirri sem við fórum út á (Álftanesvegur/Bessastaðir), hins vegar kemur víst ekki strætó þar. strætóinn sem kemur á móti (á leiðinni inní álftanes) hóaði í okkur og sagði okkur að koma með honum. Skrítið að það sé stopp, sem er víst ekki notað.  *Lítið biðsvæði sem er þarna á Álftanesvegi/Bessastöðum.  *Óþægilegt að geta ekki fest sig. Mögulega hægt að setja bara aðeins lengri belti.
  • segja strætóbílstjórunum að keyra varlegar        
  • strætó bílstjórarnir mættu hjálpa meira.             
  • Aukaupplýsingar um ferðina :  fyrsta ferð = vídalínskirkja – spöngina með leið 24  seinni ferð = spöngin – Ásgarður með leið 24.    Athugasemdir :  * Gangstétt hjá vídalínsstoppinu er ekki nógu góð. ég kemst ekki nógu nálægt tímatöflunni til að lesa á hana.  *Mér fannst hjólastólatakkinn ekki virka í seinni strætóinum.
  • -Heyrðist ekki nógu vel í hátalarakerfi  -Belti í fyrri vagninum var mjög stutt og virkaði ekki. var laus þar.
  • -Kallkerfið var stundum ekki nógu skýrt, skildi konuna sem talaði ekki alltaf.   -Það kom kona með barnavagn á eftir okkur, og hún gat ekki fest hann, vegna þess að ég var að nota eina beltið.  -Strætóstoppistöðin sem við byrjuðum á var með mjög lélegu yfirborði. Götótt plastdrasl sem var erfitt að fara yfir á hjólastólnum, og eflaust mjög erfitt að fara yfir fyrir sjónskert fólk með göngustaf. 

Til baka: 


Könnun á aðgengi strætisvagna og biðstöðva – lokaskýrsla (mars, 2019) PDF