Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Örlögin eru í ykkar höndum! Erindi ÖBÍ á Fundi fólksins 2022

16.09.2022 @ 16:00 - 16:40

Föstudaginn 16. september nk. kl. 16:00-16:40 munu lögfræðingar ÖBÍ, Alma Ýr Ingólfsdóttir og Sunna Elvira Þorkelsdóttir, flytja erindið „Örlögin eru í ykkar höndum!“  í Norræna húsinu.

Laugardaginn 17. sept. verða Einhverfusamtökin með erindið „Gleymdust einhverfir? Staða einhverfs fólks gagnvart geðheilbrigðis- og félagsþjónustu“ kl. 13:00 – 13:40 í sal Grósku.

Um Fund fólksins 2022

Fundur fólksins verður haldinn 16. – 17. september 2022 í Norræna húsinu og Grósku. Margir áhugaverðir viðburðir  sem eiga erindi við okkur öll. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar um Fundur fólksins (fundurfolksins.is)

Tilgangur fundarins er að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.

Markmið fundarins er að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi stjórnmála og fjölmiðla.

Fundur fólksins er sjálfstæð hátíð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annnars staðar.

 

 

Upplýsingar

Dagsetning:
16.09.2022
Tími:
16:00 - 16:40
Viðburðir Flokkur:
Vefsíður:
fundurfolksins.is

Vettvangur

Norræna húsið
Sæmundargötu 11
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map