Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heldur opna samráðsfundi víðs vegar um landið á næstu vikum. Fjallað verður um helstu áherslur ríkisstjórnarinnar í þjónustu við fatlað og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Tilgangur fundanna er að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.
ÖBÍ réttindasamtök hvetja því allt fatlað fólk á landinu til að sækja þessa fundi og taka þátt í þessu samtali.
- Skrá þátttöku
Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu
Dagskrá:
*Á fundunum mun ráðherra flytja opnunarávarp og kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
19. júní – Akureyri kl. 17 (Hof – Hamrar)
21. júní – Ísafjörður kl. 12 (staðsetning augl. síðar)
22. júní – Egilsstaðir kl. 17 (staðsetning augl. síðar)
26. júní – Selfoss kl. 17 (Hótel Selfoss)
27. júní – Höfuðborgarsvæðið kl. 17 (staðsetning augl. síðar)
29. júní – Rafrænn fundur fyrir allt landið kl. 20:00
Ágúst – Sauðárkrókur (dagsetning og staðsetning augl. síðar)
Ágúst – Höfn (dagsetning og staðsetning augl. síðar)