Skip to main content

Viðburðir

Gleðigangan 2025

Skólavörðuholt Hallgrímstorgi 1, Reykjavík

ÖBÍ réttindasamtök munu taka þátt í gleðigöngunni 2025 laugardaginn 9. ágúst.  Nánari upplýsingar um þátttöku okkar munu birtast hér er nær dregur gleðigöngunni. „Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega...

Alzheimersamtökin: Ráðgjöf strax eftir greiningu

Lífsgæðasetur St. Jósepsspítala Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Þegar einstaklingur fær greiningu á heilabilun er að ýmsu að huga. Það að fá ráðgjöf, strax við greiningu, getur skipt sköpum. Þar er hægt að leggja grunn að upplýstum ákvörðunum...

Stjórnarfundur

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Fundur stjórnar ÖBÍ réttindasamtaka fimmtudaginn, 21. ágúst 2025.

Þjóð gegn þjóðarmorði

ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI - Fjöldafundur laugardaginn 6. september kl 14:00 á Austurvelli í Reykjavík Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í...

Formannafundur ÖBÍ réttindasamtaka

Formannafundur ÖBÍ réttindasamtaka verður haldinn 2. september 2025 í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42. Dagskrá fundarins verður kynnt þegar nær dregur. Formannafundir skulu haldnir minnst tvisvar á ári. Tilgangur formannafunda er að...

Málþing um foreldra sem glíma við geðræn veikindi

Gróska Bjargargötu 1, Reykjavík

Í tilefni af fjögurra ára afmæli Okkar heims og opnun nýrrar fræðslusíðu blásum við til málþings þar sem við lyftum röddum foreldra sem glíma við geðræn veikindi. Málþingið fer fram...

40 ára afmælisráðstefna Alzheimer samtakanna

Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík

Þann 20. september næstkomandi verður árleg ráðstefna Alzheimersamtakanna haldin á Hótel Nordica. Að þessu sinni markar hún tímamót, því við fögnum jafnframt 40 ára afmæli okkar. Ráðstefnan er eins og...

Fjárlagafrumvarpið krufið – námskeið

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Rýnt verður í fjárlagafrumvarpið, leiðbeint um umsagnagerð og hagsmunagæslu á námskeiðinu Fjárlagafrumvarpið krufið þann 24. september í Mannréttindahúsinu frá 13.00 til 16.00. Leiðbeinandi er Oddný G. Harðardóttir. Oddný hefur gegnt fjölmörgum...

Mannréttindamorgnar: Sjúklingar og mannréttindi

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Marta Jóns Hjördísardóttir talskona sjúklinga kemur í Mannréttindahúsið 25. september og ræðir réttindi sjúklinga, eflingu samtals við sjúklingasamtök og margt fleira. Viðburðurinn hefst klukkan 10:00 en húsið opnar 9:30. Heitt...

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er meðal stærstu og fjölbreyttustu menningarviðburða í landinu. Sjá allt um hátíðina og kvikmyndirnar sem sýndar eru til 5. október 2025 » Reykjavík...

Fræðslufundur Lindar

Fræðslufundur Lindar verður haldinn fimmtudaginn 2. október 2025 kl 17:00. Fræðslufundur fyrir foreldra barna með ónæmisgalla og aðra sjúklinga með ónæmisgalla og aðstandendur LIND er félag fólks með meðfædda ónæmisgalla/mótefnaskort....

Aðalfundur ÖBÍ

Aðalfundur ÖBÍ réttindasamtaka verður haldinn dagana 3. og 4. október á Grand hóteli í Reykjavík. Dagskrá verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Opnunarhátíð Listar án landamæra

Mannréttindahúsið Sigtún 42, Reykjavík

Setning hátíðar 2025 og opnunarhóf Listar án landamæra í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök. Skráning er á viðburðinn hér: https://forms.gle/LEG1YmNpPFqbBofFA Kynning á hátíðardagskrá Listafólk ársins hlýtur viðurkenningar Kórinn BjartSýni tekur lagið...

Sigur fyrir sjálfsmyndina – Skynsegin sýning

Bíó Paradís í samstarfi Tourette samtökin kynna sérstaka skynsegin sýningu á SIGUR FYRIR SJÁLFSMYNDINA laugardaginn 11. október kl 15:00. Leikstjóri myndarinnar Magnús Orri verður viðstaddur og mun sitja fyrir svörum...

Opið hús hjá Gigtarfélaginu

Brekkuhús 1

Opið hús verður í Gigtarfélaginu, Brekkuhúsum 1, 112, Reykjavík, neðri hæð, vegna alþjóðlega gigtardagsins milli kl. 14 og 16. Glæsilegar veitingar og öll velkomin. Við kynnum bókina "María og leyndarmál...

Fjólublátt ljós við barinn

Einstök BAR Laugavegi 10, Reykjavík

Aðgengishvatning UngÖBÍ, Fjólublátt ljós við barinn 2025, verður afhent fimmtudaginn 16. október næstkomandi. Afhendingin fer fram á EINSTÖK BAR, Laugavegi 10, milli klukkan 17:30-18 og húsið opnar kl.17. »  Fjólublátt...

Upprætum fátækt! – alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt –

Borgarbókasafnið - Grófinni Tryggvagata15, Reykjavík

Föstudaginn 17. október frá kl. 13 til 14:30 bjóða EAPN á Íslandi og Kjarahópur ÖBÍ til fundar undir yfirskriftinni Upprætum fátækt!  Fundurinn verður  haldinn í Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15. Stutt...