Skip to main content

Kosningar og aðgengi

Samkvæmt 29. grein í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þá á íslenska ríkið að ... „tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum ... þ.m.t. rétt og tækifæri til þess að kjósa og vera kosið, þar á meðal með því: að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg og auðskilin og auðnotuð, að vernda rétt fatlaðs fólks til þess að taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu í kosningum“

Gátlisti

Aðgengi að kjörstað

  • Kjörstaður er vel og skýrt merktur.
  • Það eru eitt eða fleiri greinilega merkt bílastæði, sem eru frátekin fyrir m.a. hreyfihamlaða, blinda og sjónskerta í innan við 25 metra göngufæri frá inngangi. Þau skulu vera nægilega rúm fyrir notendur hjálpartækja, hallalaus og með greiðri umferðarleið inn á kjörstað.
  • Svæði þar sem bílastæði og gangstétt mætast og gangstétt sem liggur að inngangi er slétt, hörð og þétt þannig að hún er aðgengileg fyrir þau sem nota hjólastól, göngugrind eða önnur hjálpartæki.
  • Engar hindranir eru á gangvegi frá bílastæði og inn í kjörklefa, svo sem háar gangstéttabrúnir án skábrautar, þröskuldar, tröppur og slíkt.

Aðgengi inni á kjörstað og kjördeildum

  • Bæta við skábraut eða lyftulausn við stiga eða tröppur. Lyftur og rampar þurfa að bera þunga rafmagnshjólastóla.
  • Rampar eru ekki með of brattan halla, sbr. viðmið í byggingareglugerð.
  • Tröppur eru með handriði og tröppunef merkt með afgerandi lit.
  • Handrið skal ná upp fyrir efsta þrep og niður fyrir neðsta þrep og skal handrið vera beggja megin.
  • Hurðir eru nógu breiðar til að komast inn með hjólastól, eins og skylt er í byggingareglugerðum.
  • Hurðir eru án þröskulds eða þröskuldurinn er lágur, innan við 25 mm. Þar sem þröskuldur er hár skal setja upp ramp.
  • Rýmingarleiðir eru greinilega merktar og tryggja örugga rýmingu fyrir alla, óháð hreyfigetu.
  • Stórir glerfletir merktir með skýrum og aðgreinandi viðvörunarmerkingum í áberandi lit.
  • Kjörstaðir eru með góðri hljóðvist.
  • Kjörstaðir eru með góðum birtuskilyrðum.
  • Í húsnæðinu er a.m.k. eitt aðgengilegt salerni, nógu stórt að það henti fyrir fólk sem notar rafmagnshjólastól.

Til að geta greitt atkvæði

  • Rými sé þannig að fólk komist inn í kjördeild, geti náð í kjörseðil, komist að kjörklefa og geti skilað kjörseðli í kjörkassa, o.s.frv.
  • Hugað að því kjörklefar séu aðgengilegir fólki sem notar hjólastól.
    • A.m.k. einn kjörklefi nógu stór fyrir hjólastól og aðstoðarmann.
    • Lægri borðhæð – fyrir fólk sem notar hjólastól.
  • Merkingar skýrar – m.a. kjördeildir, kjörklefi, kjörkassi, o.s.frv.
  • Skýrar leiðbeiningar sýnilegar um framkvæmd kosningar.
  • Hugað að kjörgögnum, m.a. blindraspjöldum.

Merkingar

  • Tákn og textar eru hannaðir þannig að auðvelt sé að lesa og skilja þau og eru staðsett þannig að auðvelt sé að greina þau.
  • Leturstærð, leturgerð, litir, myndmál notað sem einfaldar fyrir kjósendum að finna leiðina og skilja. Nota t.d. frekar Arial en Times New Roman.
  • Skilti eru í hæð sem hentar fyrir bæði standandi og sitjandi fólk.
  • Leiðarlínur að kjörstað og inni á kjörstað fyrir blinda og sjónskerta.

Aðstoð við atkvæðagreiðslu, bæði á kjörstað og utankjörfundar

  • Kjörstjórnir meðvitaðar um rétt kjósenda til aðstoðar við atkvæðagreiðslu.
  • Upplýsingum um breyttar reglur um aðstoð við atkvæðagreiðslu miðlað til þeirra sem þær varða.
  • Starfsfólk er meðvitað um viðeigandi aðlögun og aðstoðar og leiðbeinir fötluðu fólki til þess að það geti nýtt kosningarétt sinn án hindrana.
  • Starfsfólk er meðvitað um ósýnilegar fatlanir og skilur að fólk þarf ekki að sanna fötlun sína til þess að hljóta aðstoð.
  • Gæta þarf sérstaklega vel að því að allt starfsfólk á kjörstað sé meðvitað um réttindi þeirra sem þurfa aðstoð við atkvæðagreiðslu og þá sem vilja velja sinn eigin aðstoðarmann.

Viðmót gagnvart kjósendum

  • Ítrekað við kjörstjórnir að sýna kjósendum virðingu og upplýsandi viðmót.

Upplýsingar um kosningar

  • Upplýsingar um kosningar og framkvæmd þeirra, kjörstaði o.þ.h. aðgengilegar – einfalt og skýrt hvar hægt er að nálgast þær.
  • Upplýsingar á auðskildu máli.
  • Aðgengileg heimasíða samkvæmt WCAG aðgengisstaðlinum.

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022. Af því tilefni var þessi gátlisti  unninn af Félags- og  vinnumarkaðsráðuneytinu og byggir á ábendingum frá málefnahóp ÖBÍ um aðgengi.

Sjá einnig frétt ÖBÍ frá 7. mars 2022: „Ráðherra [Guðmundur Ingi Guðbrandsson] ítrekar mikilvægi þess að réttindi fatlaðs fólks verði tryggð við kosningar“