Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál var stofnaður vorið 2020. Markmiðið með stofnun málefnahópsins er að sinna réttindabaráttu hvað varðar húsnæðismál fatlaðs fólks.
Tilgangur málefnahópsins er að bregðast við stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og mjög erfitt hefur verið fyrir fatlað fólk að eignast eigið húsnæði.
Málefnahópurinn ásamt málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf sendu frá sér
ályktun í nóvember 2020 um ungt fólk á hjúkrunarheimilum þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við stöðu fatlaðs fólks undir 67 ára aldri sem er vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum.
Málefnahópinn skipa:
- María Pétursdóttir – MS félagi Íslands, formaður.
- Guðmundur Rafn Bjarnason – Blindrafélaginu
- María Magdalena Birgisdóttir Ólsen – Gigtarfélaginu
- María Óskarsdótttir – Sjálfsbjörg
- Olgeir Jón Þórisson – Einhverfusamtökin
- Stefán Benediktsson – Heyrnarhjálp
- Til vara: Frímann Sigurnýasson, Vífill, Karen Anna Erlingsdóttir, Gigtarfélaginu.
Starfsmaður hópins: Valdís Ösp Árnadóttir. Netfang: valdis@obi.is
Hagnýtar upplýsingar:
