Umræðuvettvangur og baráttutæki
Hreyfingin var stofnuð í ágúst 2015 og er fyrir fatlað fólk á aldrinum 18- 35 ára.
Hreyfingin er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk til að vinna að sínum hagsmunamálum og öðlast rödd innan bandalagsins. Meðlimir hreyfingarinnar hafa átt sæti í málefnahópum ÖBÍ og tekið þátt í stefnuþingi bandalagsins sem fulltrúar sinna félaga.