Skip to main content
Frétt

Áskoranir til næstu ríkisstjórnar

By 15. október 2016No Comments

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 14. október og laugardaginn 15. október, skorar á nýja ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar nú í október að draga úr tekjuskerðingum örorkulífeyrisþega, með því að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í tekjutryggingu frá og með 1. janúar 2017. Með lagabreytingu frá því fyrir helgi hafi verið valin sú leið að auka krónu á móti krónu skerðingar og auka muninn á milli þeirra sem fá greidda heimilisuppbót og hinna sem fá hana ekki. Þá var skorað á stjórnvöld að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að réttur fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) verði lögfestur strax á haustþingi 2016.

7 ályktanir voru samþykktar á fundinum:

um aðgengismál

um almannatryggingar

um atvinnu- og menntamál

um heilbrigðismál

um kjaramál

um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)

 

Kosningar á aðalfundi

Kosið var um hluta stjórnar ÖBÍ. Ekki var kosið um formann ÖBÍ en það verður gert á næsta ári. Ellen Calmon, ADHD samtökunum, var kosin í embættið á aðalfundi 2015 til tveggja ára.

Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var sjálfkjörinn varaformaður til tveggja ára.

Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsf., var sjálfkjörinn gjaldkeri til tveggja ára.

Kosið var til hluta annarra sæta í stjórn ÖBÍ og um formenn tveggja málefnahópa ÖBÍ til eins árs.

Formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál

 • Guðrún Sæmundsdóttir – ME félag Íslands

Formaður málefnahóps um heilbrigðismál

 • Emil Thóroddsen – Gigtarfélagi Íslands

Stjórn – 7 kosnir til tveggja ára (2016-2018):

 • Arnþrúður Karlsdóttir – Tourette-samtökunum
 • Dóra Ingvadóttir – Gigtarfélagi Íslands
 • Einar Þór Jónsson – HIV Íslandi
 • Fríða Rún Þórðardóttir – Astma- og ofnæmisfélagi Íslands
 • Garðar Sverrisson – MS félagi Íslands
 • Torfi Áskelsson – Parkinsonsamtökunum
 • Ægir Lúðvíksson – MND félaginu á Íslandi

Stjórn – 1 kosinn til eins árs (2016-2017):

 • Aron Guðmundsson – MND félaginu á Íslandi

Stjórn – 3 varamenn til tveggja ára (2016-2018):

 • 1. varamaður: Ingveldur Jónsdóttir – MS félagi Íslands
 • 2. varamaður: Sylviane Pétursson-Lecoultre – Geðhjálp
 • 3. varamaður: Elín Hoe Hinriksdóttir – ADHD samtökunum

Upplýsingar um fullskipaða stjórn ÖBÍ