Fréttir

Heilsugæslan og við - Þjónusta í þróun

Heilsugæslan og við - Þjónusta í þróun

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hélt málþing með heilsugæslunni vorið 2019 og í kjölfarið voru teknar saman upplýsingar um hvernig má nálgast eftirfarandi þjónustuþætti sem kynntir voru á þinginu. Heilsueflandi móttöku var bætt við í vinnuferlinu. Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hélt málþing með heilsugæslunni vorið 2019 og í kjölfarið voru teknar saman upplýsingar um hvernig má nálgast eftirfarandi þjónustuþætti sem kynntir voru á þinginu. Heilsueflandi móttöku var bætt við í vinnuferlinu. Heilsugæslan er í þróun og er ætlað að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Auk þeirrar þjónustu sem nefnd er að hér neðan sinnir heilsugæslan almennri læknisþjónustu, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, bólusetningum, heilsuvernd skólabarna og eldra fólks. Aldraðir og örorkulífeyrisþegar, börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki komugjöld á heilsugæsluna.
Lesa meira

Pallar á milli skálanna á Básum.

Aðgengileg útivistarparadís að Básum

Á Útivist þakkir skildar fyrir að huga að aðgengismálum í Básum og gefa þar með hreyfihömluðu fólki tækifæri til að upplifa með fjölskyldu og vinum einstaka náttúrufegurð í fjallasal jökla og móbergshnúka.
Lesa meira

Samsett mynd af visir.is, pistill Þuríðar er í 1. sæti yfir mest lesnu pistlana undir liðnum, Skoðun

Pólitík er mannanna verk

„Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næra ekki fátækt.“
Lesa meira

Mynd frá Þrautagöngu öryrkja 1. maí 2019

Til hamingju með daginn konur!

Ég óska öllum konum til hamingju með daginn, ekki síst fötluðum konum sem ég hvet til þess að stíga fram og vera sýnilegar á öllum sviðum samfélagsins. Hver fötluð kona á rétt til mannsæmandi lífs, rétt til að ráða í sínu lífi og rétt til að taka virkan og fullan þátt í samfélaginu.
Lesa meira

Lógó ASÍ

Breytingar á fjármálstefnu stjórnvalda ekki kynntar né ræddar, segir ASÍ

ASÍ segir stjórnvöld ekki hafa séð ástæðu til að kynna eða ræða fyrirhugaðar breytingar á fjármálastefnu sinni við fulltrúa notenda og almenning. Undir þessi orð tekur Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ. Stjórnvöld hafa ekki kynnt tillögur sínar né rætt þær við hagsmunasamtök fatlaðs fólks sem sannarlega hefði verið ástæða til þar sem mesti niðurskurðurinn átti að vera til málefna sem varðar fatlað fólk og örorku. ASÍ segir að stjórnvöld geta ekki réttlætt að kvikað verði frá nýgefnum loforðum eða grundvallarstoðir velferðarkerfisins og framfærsluöryggi öryrkja nýtt til að jafna sveiflur í ríkisrekstri.
Lesa meira

Mynd af auglýsingu frá HÍ.

Doktorsvörn í fötlunarfræði 28. júní

Föstudaginn 28. júní nk. ver Laufey Elísabet Löve doktorsritgerð sína í fötlunarfræði sem ber heitið Sjálfræði, jafnrétti og fötlun: Reynsla fatlaðs fólks sem uppspretta þekkingar við stefnumótun og lagasetningar. Athöfnin er öllum opin og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 14:00. Athöfnin fer fram á ensku en verður rittúlkuð á íslensku. Andmælendur eru Anna Lawson, prófessor í lögfræði við University of Leeds í Bretlandi og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Lesa meira

Samsett mynd, alþingishúsið og sparibaukur

Umræður á Alþingi í morgun

Félagsleg aðstoð og almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna), 954. mál, lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra. — 2. umræða var á dagskrá þingfundar í morgun, föstudaginn 14. júní 2019.
Lesa meira

Mannlíf, Bankastræti

Undanþága um akstur á göngugötum

Mikilvægum áfanga hefur verið náð. Í nýjum umferðarlögum sem sett voru í vikunni er hreyfihömluðu fólki með stæðiskort veitt undanþága frá akstursbanni um göngugötur. ÖBÍ hefur barist fyrir því því að fá undanþáguna inn í lögin enda hefur lokun göngugatna í raun þýtt að hreyfihömluðu fólki hafi í raun verið meinaður aðgangur að þeim. Minnt er á að virða hraðatakmarkanir og taka fullt tillit til gangandi vegfarenda.
Lesa meira

Allar greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, settar fram myndrænt á Íslandskorti

Áhyggjur af fjármálaáætlun stjórnvalda!

Opið bréf frá Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni ÖBÍ til stjórnvalda: Ágætu ráðherrar og þingmenn. Ég hef áhyggjur af málaflokkum sem varða fatlað fólk í endurskoðaðri fjármálaáætlun. Ljóst er að þessa endurskoðun á að keyra hratt í gegnum þingið, svo hratt að engar upplýsingar fást um það hvernig raunveruleg útfærsla lítur út. Gengur það gegn 3. mgr. 4. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður á um að náið samráð skuli haft við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess í allri ákvarðanatöku. Talað er nú um endurmat á gæðum og eftirliti, að farið verði kerfisbundið yfir samspil tilfærslukerfa við önnur úrræði með það að leiðarljósi að bæta nýtingu fjármuna og auka skilvirkni. Markmiðið verði að beina einstaklingum í rétt úrræði og gera þá sem fyrst aftur virka í samfélaginu og tryggja sjálfbærni kerfanna. Hvað sem það þýðir.
Lesa meira

Samsett mynd af Þuríði Hörpu, formanni ÖBÍ og ritinu Fjármálaáætlun 2020-2024 í ruslakörfu.

Hvar eru nú málsvarar fatlaðs fólks í þessari ríkisstjórn?

Allflestir Íslendingar eiga í sínum frændgarði einhvern sem hefur fatlast, veikst eða fæðst fatlaður. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn „gerist fatlaður“ í hagnaðarskyni, enda fylgir fötlun og veikindum gríðarlega skerðing á lífsgæðum og fjárhagslegt tap. Staða fatlaðs fólks hefur sjaldan eða aldrei verið verri. Afkomuótti er lífsförunautur þess sem vegna veikinda eða fötlunar neyðist til að draga fram lífið örorkulífeyri einum.
Lesa meira