Fréttir

Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis. Skjámynd af sjónvarpi Alþingis 31. janúar 2019

Fjármálaráðherra sagði ósatt um skerðingar öryrkja

Í gær tilkynnti félagsmálaráðuneytið að það hefði sent bréf til Tryggingastofnunar þess efnis að stofnunin geti loksins byrjað endurútreikning og leiðréttingu greiðslna til þeirra örorkulífeyrisþega sem TR hefur ólöglega skert um margra ára bil. Eins og kemur fram í tilkynningunni er með þessu verið að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá því í júní 2018.
Lesa meira

Hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?

Hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?

Verið er að vinna gott þróunarstarf innan heilsugæslunnar og mikill vilji er þar til þverfaglegrar uppbyggingar. Það kom fram á málþingi málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál, „Þjónusta í þróun – hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?, sem haldið var þriðjudaginn 7. maí. Kynnt voru ýmis virknihvetjandi úrræði sem fatlað og langveikt fólk getur eða mun fljótlega geta nálgast á heilsugæslustöðvum sínum. Sérstaklega var farið yfir sálfræðiþjónustuna sem verið er að þróa og starfsemi geðheilsuteyma. Þá var fjallað um hreyfiseðla og hvaða upplýsingar og þjónustu fólk getur sótt stafrænt á Heilsuveru.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Daníel Ágústsson, lögmaður

Stjórnvöld brjóta gegn réttindum lífeyrisþega

Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Daníel Isebarn Ágústsson skrifuðu grein sem birtist í Fréttablaðinu 3. maí. Farið er yfir þá alvarlegu stöðu sem búsettuskert fólk býr enn við þrátt fyrir úrskurð Umboðsmanns Alþingis og ákvörðun ráðuneytisins. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi.
Lesa meira

Formenn ÖBÍ og Eflingar halda ræður á sviði á Ingólfstorgi

Krafan er að enginn sé skilinn eftir

Öryrkjar fylktu liði og gengu sína Þrautagöngu 1. maí sl. Blíðviðri, samstaða og stórhuga fólk setti mark sitt á hátíðarhöldin og mikill fjöldi fólks tók þátt í göngunni og safnaðist saman á Ingólfstorgi. Öryrkjar létu ekki sitt eftir liggja enda hefur stærstur hluti öryrkja tekið þátt á vinnumarkaði í áratugi og margir eru á vinnumarkaði.
Lesa meira

Þrautaganga öryrkja 1. maí

Þrautaganga öryrkja 1. maí

Verum sýnileg og mætum öll í kröfugönguna 1. maí.
Lesa meira

Tvær krónur og x yfir aðra.

Hver er þín saga?

Við hjá ÖBÍ viljum heyra í fólki sem verður fyrir krónu-á-móti-krónu skerðingum.
Lesa meira

Og hvað svo?

Og hvað svo?

Það er óásættanlegt að lífeyrisþegar sitji alltaf eftir, aftast í goggunarröðinni, og þurfi eilíft að bíða eftir kjarabótum.
Lesa meira

Lífskjara hvað?

Lífskjara hvað?

Fréttabréf ÖBÍ fyrir mars/apríl er komið út.
Lesa meira

Mynd af Agli Þór.

Borgin veitir afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks

„Aðgengi fatlaðra er sjálf­sögð mann­rétt­indi en án eft­ir­lits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa af­slátt af mann­rétt­ind­um fatlaðs fólks,“ segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Lesa meira

Litmynd af Þóru Kristínu.

Fækkum öryrkjum!

Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera.
Lesa meira