Fréttir

Myndin sýnir húsnæði héraðsdóms Reykjavíkur

Frávísunarkröfu TR í "Krónu á móti krónu" máli hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað algerlega frávísunarkröfu Tryggingastofnunar ríkisins, í máli Öryrkjabandalagsins gegn stofnuninni, og tekið málið til efnislegrar meðferðar. Málareksturinn hefur nú tafist um ár vegna þessarar kröfu TR, og sífelldra fresta sem ríkislögmaður fór fram á.
Lesa meira

Myndin sýnir facebook síðu Bjarna Ben með færslunni sem um ræðir.

Áskorun tekið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, skoraði á Þuríði Hörpu Sigurðardóttir, formann Öryrkjabandalagsins í færslu á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. Þuríður hefur nú tekið þeirri áskorun.
Lesa meira

Myndin sýnir Helgu Matthildi við að mála eitt af verkum sínum

List án landamæra hafin

List án landamæra er listahátíð er leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi.
Lesa meira

Opinn upplýsingafundur NPA miðstöðvar og Landlæknis

Opinn upplýsingafundur NPA miðstöðvar og Landlæknis

Upplýsingafundur NPA miðstöðvarinnar í samstarfi við Almannavarnir og Embætti landlæknis verður haldinn þriðjudaginn 27. október kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er: Sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 fyrir fatlað fólk með NPA eða beingreiðslusamninga og aðstoðarfólk þeirra.
Lesa meira

Mynin sýnir húsnæði TR

Dæmi um að fólk hafi orðið af réttindum sínum

Ríkisendurskoðun hefur nú skilað Alþingi stjórnsýsluendurskoðun á TR, sem Alþingi fór fram á á síðasta ári. Ríkisendurskoðun kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir áherslu á gæðaumbótastarf, eru dæmi um brotalamir á framkvæmd TR á almannatryggingalögum, þannig að dæmi eru um að viðskiptavinir TR hafi orðið af réttindum sínum, um lengri eða skemmri tíma.
Lesa meira

Myndin sýnir Monu Lisu með grímu fyri vitum sér

Skerðingar á mannréttindum verða að vera í samræmi við lög

"Allar skerðingar á mannréttindum eru áhyggjuefni. Þær þurfa að vera í samræmi við lög, nauðsynlegar í lýðræðissamfélagi, stefna að lögmætu markmiði og afar mikilvægt er að gæta meðalhófs, það er beita aldrei harðari ráðstöfunum en nauðsyn ber til og ekki lengur en þörf er á." Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn og fulltrúaráð Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur sent frá sér.
Lesa meira

Umsóknarfrestur í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur er til 25. október.

Umsóknarfrestur í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur er til 25. október.

Eins og fram hefur komið ákvað stjórn námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur, að úthluta á ný að hausti þetta árið. Ljóst er að í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu er mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni, og því ekki að bæta við sig menntun.
Lesa meira

Forsíða kynningarbæklings Samfylkingarinnar.

Samfylking talar fyrir hækkun örorkugreiðslna og frítekjumarks

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í morgun á blaðamannafundi, tillögur flokksins til viðspyrnu í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Tillögurnar voru kynntar undir Ábyrga leiðin.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í fötlunarfræði til og með 15. október.

Opið fyrir umsóknir í fötlunarfræði til og með 15. október.

Fötlunarfræði er þverfagleg fræðigrein sem leggur áherslu á að þróa félagslegan skilning á fötlun og rannsaka þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og málefni þess.
Lesa meira

Myndin sýnir yfir aðalfundinn, aðalfundarfulltrúar í forgrunni, og á stórum skjá má sjá þa sem tóku …

Bergþór H Þórðarson nýr varaformaður ÖBÍ.

Bergþór H Þórðarson, sem verið hefur formaður málefnahóps um kjaramál, var um helgina kjörinn varaformaður ÖBÍ á aðalfundi bandalagsins. Hann tekur við af Halldóri Sævari Guðbergssyni, sem lætur af embætti eftir margra ára störf innan ÖBÍ. Þá var Jón Heiðar Jónsson kjörinn gjaldkeri bandalagsins til næstu tveggja ára. Bergur Þorri Benjamínsson lét af því embætti eftir fjölda ára í stjórn. Þuríður Harpa Sigurðardóttir þakkaði þeim Halldóri og Bergi sérstaklega fyrir þeirra óeigingjörnu störf í gegnum árin og færði blómvönd.
Lesa meira