Fréttir

Framhlið byggingar sem hýsir Greiningar- og ráðgjafarstöðina.

Allt að 19 mánaða biðtími hjá Greiningar og ráðgjafastöð

Umboðsmaður barna hefur tekið saman tölfræði um hve mörg börn bíða eftir þjónustu hjá hinum ýmsu opinberu aðilum, og hve lengi þau þurfa að bíða. Í árslok 2021 kallaði umboðsmaður eftir þessum upplýsingum. Embættið mun í framhaldinu kalla eftir slíkum upplýsingum með reglulegum hætti og birta á vefsíðu sinni til að gefa raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni.
Lesa meira

Myndin sýnir ungt barn við lærdóm

Leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi í mótun

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að leiðbeinandi verklagsreglum um einveruherbergi, fyrir kennara og starfsfólk skóla, þar sem skýrt verður hvenær og við hvaða aðstæður heimilt sé að nota þau. Þetta kemur fram í svari ráðherra til umboðsmanns Alþingis og sagt er frá í Fréttablaðinu 11. febrúar.
Lesa meira

Myndin sýnir Guðmund Inga Guðbrandsson á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Vill leggja áherslu á nám með viðeigandi aðlögun

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags og vinnumarkaðsráðherra, það mikilvægt að leggja áherslu á nám með viðeigandi aðlögun fyrir fatlað fólk, svo jöfn tækifæri til menntunar væru tryggð.
Lesa meira

Myndin sýnir kjörkassa á gólfinu í kjördeild

Mikilvægt að allir fái notið atkvæðaréttar, bréf ÖBÍ til dómsmálaráðherra

Þegar landsmenn ganga til kosninga þann 14. maí í vor, verður í fyrsta sinn kosið eftir nýjum lögum um kosningar. Undanfarnar kosningar hefur borið á hnökrum í framkvæmd kosninga þegar kemur að aðgengismálum, aðstoð í kjörklefa svo eitthvað sé nefnt. Í nýjum lögum er nokkuð tekið á þessum málum, en ráðherra eftirlátið að útfæra reglur til að mynda um aðstoð í kjörklefa. Sú reglugerð hefur ekki enn verið sett.
Lesa meira

lógó Brynju

Stjórn ÖBÍ afturkallar umboð fyrrum stjórnarformanns Brynju – hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

Á fundi stjórnar Öryrkjabandalagsins 17. janúar sl. samþykkti stjórnin einróma ályktun þess efnis, að fyrrverandi stjórnarformaður Brynju - hússjóðs ÖBÍ, hefði brugðist trausti Öryrkjabandalagsins og brotið gróflega gegn skyldum sínum samkvæmt lögum og skipulagsskrá sjóðsins, með því að virða að vettugi ákvarðanir bandalagsins um skipun nýrra stjórnarmanna. Þá hefði hann um leið brugðist skyldum sínum sem stjórnarmaður hússjóðsins. Þar sem ekki var brugðist við, varð það einróma niðurstaða stjórnar ÖBÍ á öðrum fundi 31. janúar sl. að víkja hlutaðeigandi stjórnarmanni úr stjórn Brynju - hússjóðs ÖBÍ.
Lesa meira

Sigríður Lillý, fráfarandi forstjóri til vinstri, Sigrún Jónsdóttir, settur forstjóri til hægri

Breytingar hjá TR, forstjórinn hættir

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, hefur óskað eftir að láta af störfum, og mun hætta 6. febrúar. Sigríður hefur verið forstjóri TR í 14 ár. Félagsmálaráðherra hefur farið þess á leit við Sigrúnu Jónsdóttur, sem verið hefur staðgengill forstjóra, að hún gegni starfi forstjóra þar til nýr hefur verið skipaður.
Lesa meira

Myndin sýnir börn að leik um miðbik 20. aldar

Frestur til að sækja um sanngirnisbætur framlengdur

Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að innköllun sanngirnisbóta vegna vistunar fatlaðra barna á opinberum stofnunum á árunum 1952 til 1993, hefur verið framlengdur til 21. Febrúar.
Lesa meira

Fallið frá kröfu um starfsreynslu talmeinafræðinga

Fallið frá kröfu um starfsreynslu talmeinafræðinga

Sjúkratryggingar Íslands hafa fallið frá kröfu um 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðinga og framlengt samning við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um 6 mánuði. Þessi tími skal nýttur til að starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði, vinni nú að endurskoðun á skipulagi þjónustu talmeinafræðinga. 
Lesa meira

Myndin sýnir Kristínu Hebu, Drífu Snædal og Sonju Þorbergsdóttur á kynningarfundi skýrslunnar

Könnun Vörðu: Fjárhagsstaða einstæðra foreldra verst

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja rannsókn á stöðu launafólks á Íslandi, í dag, miðvikudaginn 19. janúar. Niðurstöðurnar eru í raun sláandi, og augljóst að jöfnunarhlutverk skattkerfisins, og sérstaklega bótahluta þess, eru ekki að virka.
Lesa meira

Spyr ráðherra um áfrýjun ráðherra

Spyr ráðherra um áfrýjun ráðherra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi, þar sem hún spyr núverandi félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, út í forsendur fyrir áfrýjun ríkisins á dómi Landsréttar um að ekki væri lagastoð fyrir þeirri framkvæmd Tryggingastofnunar að skerða greiðslur sérstakrar framfærslu uppbótar í samræmi við búsetu.
Lesa meira