Fréttir

Myndin sýnir þróun örorkugreiðslna og lágmarkslauna

Aðalfundur ÖBÍ skilar skömminni til ríkisstjórnarinnar.

"Aðalfundur Öryrkjabandalagsins krefst þess að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína gagnvart lífskjörum fatlaðs og langveiks fólks og bæti kjör okkar án tafar. Skömm ríkisstjórnarinnar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bakvið Covid og slæmt efnahagsástand."
Lesa meira

Fjármálaráðuneytið

Lagt til að örorkulífeyrir hækki um 3.6% um áramótin.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur nú kynnt síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Hafi einhver átt von á að í því frumvarpi leyndust efndir yfirlýsinga Katrínar sem stjórnarandstæðings, frá því fyrir um 4 árum, verður viðkomandi fyrir vonbrigðum. Hækkun örorkulífeyris verður 3,6% um næstu áramót. Fátækt fólk þarf því enn að bíða.
Lesa meira

Myndin sýnir fulltrúa þeirra samtaka sem að skýrslunni stóðu, við kynningu hennar í Laugardalnum. Al…

Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála SÞ

Í dag, 30. september, tók Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ þátt í kynningu á viðbótarskýrslu 9 frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þau frjálsu félagasamtök sem komu að gerð skýrslunnar eru auk Öryrkjabandalagsins, eru Unicef, Rauði Kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þroskahjálp, Barnaheill, Samfés, UMFÍ og Heimili og skóli.
Lesa meira

Myndin sýnir bílastæði fatlaðs fólks fyrir utan húsnæði TR

Réttur fatlaðs fólks til bifreiðastyrks ekki háður tilteknum „samningi“ við sveitarfélag

Ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála að staðfesta synjun Tryggingastofnunar á umsókn fatlaðs einstaklings um bifreiðastyrk, á þeim grundvelli að viðkomandi hefði ekki „samning“ af tiltekinni gerð við sveitarfélag um þjónustu, byggði ekki á fullnægjandi lagagrundvelli að mati umboðsmanns.
Lesa meira

Takmarkað aðgengi á ný að skrifstofu ÖBÍ

Takmarkað aðgengi á ný að skrifstofu ÖBÍ

Í ljósi fjölgunar smita vegna Covid-19 í samfélaginu, hefur verið tekin sú ákvörðun að takmarka opnun skrifstofu ÖBÍ. Skrifstofan er lokuð fyrir aðkomandi, en ráðgjöf er nú veitt í síma, og hluti starfsfólks verður heimavinnandi.
Lesa meira

Myndin sýnir tölvu og hlustunartæki læknis.

TR reynir fjarviðtöl vegna örorkumats

Sem viðbragð á þeim tímum þegar fólk heldur sig heima fyrir vegna Covid-19, býr erlendis og á erfitt með að komast til Íslands í læknisskoðun vegna örorkumats eða endurmats, hefur TR hafið tilraunaverkefni með fjarheilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Myndin sýnir námsgögn.

Auka úthlutun úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur

Stjórn námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur hefur ákveðið að hafa aukaúthlutun úr sjóðnum nú í haust. Umsóknarfrestur liggur ekki fyrir, en verður frekar stuttur, og er horft til miðs októbers í því skyni. Nánari upplýsingar um lokadagsetningu verða gefnar þegar þær liggja fyrir. Umsóknareyðublaðið má nálgast hér.
Lesa meira

Mikil þörf fyrir matarúthlutanir.

Mikil þörf fyrir matarúthlutanir.

Fjölskylduhjálp Íslands opnaði fyrir matargjafir á fimmtudag í síðustu viku fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sækja um á heimsíðu Fjölskylduhjálpar Íslands, www.fjolskylduhjalp.is. Um sex hundruð fjölskyldur höfðu sótt um 14. september þannig að ljóst er að þörfin hefur ekki minnkað, heldur þvert á móti.
Lesa meira

Myndin sýnir Erling Smith á hjúkrunarheimilinu

Situr enn fastur á hjúkrunarheimili.

Fréttablaðið birti í morgun, miðvikudag, enn eina fréttina af málum Erlings Smith. Enn situr Erling fastur á hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, eftir að hafa verið sendur þangað í hvíldarinnlögn fyrir rúmlega tveimur árum. Þrátt fyrir mikla baráttu Erlings, hefur honum orðið lítið ágengt. Við dvöl á hjúkrunarheimili hafa tekjur hans skroppið saman, og nú er svo komið að rekstraraðili hjúkrunarheimilisins gengur nú að eignum Erlings með aðstoð sýslumanns.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ

Land réttlætis? Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku.
Lesa meira