Fréttir

Myndin sýnir Eggert Skúlason, Guðmund Inga og Þuríði Hörpu í Samfélagsvaktinni

Finnur stuðning til breytinga

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, var gestur í Samfélagsvaktinni laugardaginn 15. janúar. Þar sagðist hann hafa sterkt umboð stjórnarflokkana til að ráðast í löngu tímabærar breytingar á almannatryggingakerfinu.
Lesa meira

Myndin sýnir bíl frá Pant

Upplýsingum um notendur Pant stolið í gagnainnbroti hjá Strætó.

Nú er það ljóst að þau gögn sem stolið var í innbroti í tölvukerfi Strætó í lok desember, voru upplýsingar um notendur Pant akstursþjónustunnar. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu fyrir upplýsingarnar, en afstaða fyrirtækisins er að greiða ekki. Gera má ráð fyrir því að vegna þess verði þessar upplýsingar birtar einhversstaðar.
Lesa meira

Myndin sýnir börn að leik um 1960

Frestur til að sækja um sanngirnisbætur að renna út

Haustið 2021 fól Dómsmálaráðuneytið Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, að birta innköllun vegna stofnana sem falla undir lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Frestur til að sækja um sanngirnisbætur rennur út nú í lok janúarmánaðar, 31. janúar.
Lesa meira

Myndin sýnir tannlækni að störfum

Hærri niðurgreiðslur á tannlækningum og fleiri breytingar um áramót

Um áramót urðu ýmsar gjaldskrárbreytingar líkt og venja er. Stærstu tíðindi eru 400 milljónir sem veitt er til aukinnar niðurgreiðslu tannlæknaþjónusta öryrkja, og auknar heimildir Sjúkratrygginga til styrkja vegna kaupa á hjálpartækjum fyrir fötluð börn með tvö heimili.
Lesa meira

Myndin sýnir svalir utan á fjölbýlishúsi

Krafa um fullt nám felld niður varðandi heimilisuppbót

Félagsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um heimilisuppbót þannig að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót, þó á heimilinu sé barn öryrkja, eldra en 18 ára í námi, þó námið sé ekki 100% nám. Fyrir breytingu var krafa um fullt nám.
Lesa meira

Skjáskot af vef Pant

Viðskiptavinum Pant ráðlagt að breyta lykilorði

Eins og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir netárás sem uppgötvaðist 27. desember. Ekki er ljóst enn hvort, og þá hvaða upplýsingar viðkomandi komust yfir, en Strætó biðlar samt til þeirra sem nota Pant akstursþjónustuna um að breyta lykilorði sínu.
Lesa meira

Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Starfsfólk ÖBÍ óskar ykkur gleðilegra jóla. Skrifstofan verður lokuð milli jóla og nýárs, en símsvörun verður óbreytt.
Lesa meira

Frá umræðum á Alþingi í dag, 16. desember.

Eingreiðslan: "Við hljótum að skoða í meðförum þingsins"

Þingfundur hófst í dag, 16. desember, á óundirbúnum fyrirspurnum, þar sem nokkrir þingmenn beindu spurningum að félagsmálaráðherra. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinna, flutti á þingi að kvöldi 15. desember, breytingatillögu við fjáraukalög ársins 2020, sem mælti fyrir um 53 þúsund króna eingreiðslu, skattfrjálsa, sem þar með ylli ekki ruðningsáhrfum skerðinga um allt kerfið.
Lesa meira

Myndin sýnir Sigmar í ræðustól Alþingis

Það kaupir enginn jólamatinn í dag með veði í loforði ríkisstjórnarinnar um betri tíð

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs á Alþingi um störf þingsins, og gerði að umræuefni orð fjármálaráðherra úr fréttum RÚV, þar sem hann sagði að örorkulífeyriskerfið eigi ekki að byggja á viðbótargreiðslum og óvæntum glaðningum. Þingmaðurinn taldi ástæðu til að staldra við þessa hugtakanotkun.
Lesa meira

Ólöf Ásta Farestveit ásamt Ásmundi Einari Daðasyni, mennta og barnamálaráðherra

Ólöf Ásta Farestveit forstjóri nýrrar stofnunar Barna og fjölskyldustofu

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur skipað Ólöfu Ástu Farestveit í embætti forstjóra nýrrar Barna- og fjölskyldustofu. Barna- og fjölskyldustofa mun taka við verkefnum Barnaverndarstofu en jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Lesa meira