Fréttir

Samsett mynd af Þuríði Hörpu, formanni ÖBÍ og ritinu Fjármálaáætlun 2020-2024 í ruslakörfu.

Hvar eru nú málsvarar fatlaðs fólks í þessari ríkisstjórn?

Allflestir Íslendingar eiga í sínum frændgarði einhvern sem hefur fatlast, veikst eða fæðst fatlaður. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn „gerist fatlaður“ í hagnaðarskyni, enda fylgir fötlun og veikindum gríðarlega skerðing á lífsgæðum og fjárhagslegt tap. Staða fatlaðs fólks hefur sjaldan eða aldrei verið verri. Afkomuótti er lífsförunautur þess sem vegna veikinda eða fötlunar neyðist til að draga fram lífið örorkulífeyri einum.
Lesa meira

Frá kröfugöngu ÖBÍ

„Hænuskrefsfrumvarpið“ örlítið skref í rétta átt!

Öryrkjabandalag Íslands sendi velferðarnefnd Alþingis í gær umsögn um frumvarp félags- og barnamálaráðherra sem varðar 954. mál, Félagsleg aðstoð og almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna).
Lesa meira

Samsett mynd: Þuríður Harpa, ritvél og Steingrímur J. Sigfússon í ræðustól Alþingis.

Formaður ÖBÍ: Mér er algjörlega misboðið

Mér er algjörlega misboðið að hlusta á málflutning Steingríms J. Sigfússonar, sem finnst nógu gott fyrir öryrkja að hafa ENN krónu á móti krónuskerðinguna. Þessa sérstöku framfærsluuppbót sem er skert 100%. Þessi sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega sem skert hefur verið krónu á móti krónu - var sett árið 2008 með Reglugerð nr. 878/2008. Þetta var gert og kom til framkvæmda árið 2008 í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, svo því sé haldið til haga.
Lesa meira

Leiðarvísir, Íslandskort, SRFF

ÖBÍ fagnar tímamótum í dag

Þingsályktunartillaga um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi. Í dag, 3. júní 2019, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu 16 þingmanna sem lögðu til að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að frumvarp um slíkt skuli lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. ÖBÍ fagnar þessum tímamótum.
Lesa meira

Skrifstofur ÖBÍ, úti

Laus störf: fjölmiðlafulltrúi og lögfræðingur

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa með brennandi áhuga á mannréttindum og öflugum lögfræðingi í tímabundið starf.
Lesa meira

Samsett mynd af Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, Halldóru Mogensen og Ásmundi Einari Daðasyni.

Ekki búið að greiða ólögmætar skerðingar á öryrkjum: Ráðherra neitar að tjá sig um málið (Hringbraut, 24. maí 2019)

„Í 10 ár hefur íslenska ríkið brotið á lagalegum réttindum yfir 1000 öryrkja með því að skerða bætur þeirra. Í júní 2018 skilaði umboðsmaður Alþingis áliti þess efnis að þessi skerðing sé ólögmæt og greiða eigi öryrkjum þá skerðingu sem þeir hafa orðið fyrir í yfir 10 ár. Nú um ári seinna hafa öryrkjar ekki enn fengið neina endurgreiðslu á þessum ólögmætu skerðingum.“
Lesa meira

Hús

Taktu þátt í að móta leigumarkað til framtíðar

Fjölmennum á opinn fund 29. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9-14. Varaformaður ÖBÍ, Halldór Sævar Guðbergsson verður í pallborði. „Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið boða til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 29. maí. Tilgangur fundarins er að kalla eftir opinni umræðu um hvernig breytingar á húsaleigulögum geti best tryggt öryggi á leigumarkaði.“
Lesa meira

Þuríður Harpa í skrifstofu sinni að Sigtúni 42

Starfsgetumat dugar ekki fólki sem dettur út af vinnumarkaði

„Við eigum að ráðast á orsakir örorku en ekki á afleiðingarnar,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Á vegum bandalagsins var fyrir helgina haldið málþingið Allskonar störf fyrir allskonar fólk þar sem rætt var um stöðu og möguleika fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Stjórnvöld vinna nú að breytingum á framfærslukerfi almannatrygginga þar sem að leiðarljósi er haft að taka upp mat á starfsgetu í stað örorku.
Lesa meira

Lógó Íþróttasambands fatlaðra og fólk á kajökum.

Íþrótta- og ævintýrabúðir fyrir einstaklinga fædda 2005-2009

Lesa meira

Fólk í tíma í Opna háskólanum

Samstarf ÖBÍ við Opna háskólann í HR

ÖBÍ hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum. Samkomulagið felur það í sér að aðildarfélög ÖBÍ fá 10% afslátt af verði námsins. Aðildarfélög ÖBÍ falla vel innan þriðja geirans því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu.
Lesa meira