Fréttir

Fjölmenni á málþingi um SRFF

Fjölmenni var á málþingi um innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðst fólks (SRFF) sem haldið var á Grand hóteli í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí kl. 13-17. Rætt var um reynslu sveitarfélaga af innleiðingu sáttmálans, væntingar þeirra og aðferðir. Danskur sérfræðingur gerði grein fyrir reynslu Dana af innleiðingu SRFF.
Lesa meira

Ellen í stjórn EDF

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var um liðna helgi kosin í stjórn Evrópusamtaka fatlaðs fólks, European Disability Forum. EDF eru regnhlífasamtök aðildarfélaga fatlaðs fólks, en þing samtakanna var haldið í Madrid um helgina.
Lesa meira

Aukin viðgerðarþjónusta vegna hjálpartækja

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og fjóra þjónustuaðila út á landi um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka flestir gildi á mánudaginn, 15. maí. Fleiri þjónustuaðilar munu nú sinna viðgerðarþjónustu, aðgengi að verkstæðisþjónustu fer úr 5 tímum á dag í 8 - 9 tíma auk þess sem boðið verður upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.
Lesa meira

Hjálpartæki skoðuð - ferð um hjálpartækjasýningu

Hjálpartækjasýning Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar var haldin dagana 5. og 6. maí í Laugardalshöll. Fjölmargir aðilar kynntu vörur sýnar og þjónustu á sýningunni.
Lesa meira

Lúxus eða lífsnauðsyn? - Grein í Morgunblaðinu

„Dreyptu á lýsi eins og drottningin sem þú ert.“ „Ekki hugsa þig tvisvar um. Þú lifir bara einu sinni, dekraðu við þig. Splæstu í þessi sýklalyf, þú átt það skilið.“ Lesið með flauelsmjúkri röddu hljóma þessar auglýsingar eins og tilboð um munaðarvöru, óhóf jafnvel. En þegar textinn er skoðaður nánar má sjá að þarna er rætt annars vegar um lýsi, hversdagslega en heilsusamlega olíu, og hins vegar sýklalyf sem við notum þegar heilsuvá steðjar að.
Lesa meira

Lúxus eða lífsnauðsyn á 1. maí

Fjölmenni lét rigninguna ekki á sig fá og tók þátt í kröfugögnu á baráttudegi verkafólks, 1. maí 2017. Öryrkjabandalag Íslands bauð til súpuveislu í Sigtúni 42 undir hádegi. Þar snæddu gestir kjöt- og grænmetissúpu áður en farið var fylktu liði niður á Hlemm þaðan sem kröfugangan lagði af stað kl. 13:30. Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, ávarpaði síðan gesti á útifundi á Austurvelli.
Lesa meira

Nýtt greiðsluþátttökukerfi kynnt - myndband

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí næstkomandi. Kefið var kynnt á opnum fundi á vegum málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál. Upptaka af fundinum verður birt á vef ÖBÍ innan tíðar.
Lesa meira

Gangið með ÖBÍ 1. maí

Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er handan við hornið. Þátttaka Öryrkjabandalags Íslands á þessum mikilvæga degi hefur vaxið stig af stigi á síðustu árum og nú verður engin undantekning þar á.
Lesa meira

Hækka þarf örorkulífeyri til muna

Stjórn ÖBÍ gagnrýnir harðlega að fyrirhuguð hækkun bóta almannatrygginga á árunum 2018 til 2022 eigi einungis að verða á bilinu 3,1%- 4,8% í fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára. Um er að ræða mjög lága prósentuhækkun til örorkulífeyrisþega, sem eru almennt með mjög lágar tekjur. Kjör þessa hóps hafa dregist mjög aftur úr kjörum meginþorra landsmanna. Ljóst er af tillögunum að stjórnvöld hafa ekki í hyggju að bæta kjör örorkulífeyrisþega, sem standa verst, þ.e. þeirra sem hafa engar eða lágar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga til framfærslu.
Lesa meira

Textun er mál okkar allra - Áskorun til alþingismanna

Á þessum tímum upplýsinga og tækniframfara er framboð af sjónvarpsefni enn takmarkað fyrir einstaka hópa. Enn er mikill misbrestur á því að íslenskt sjónvarpsefni sé textað. Allt að 16% þjóðarinnar er heyrnarskert að einhverju leyti, sem þýðir að um 54.000 manns getur illa notið þeirra mannréttinda að fylgjast með útsendu efni. Það hefur áhrif á samfélagsþátttöku fólks að geta ekki fylgst með stjórnmálaumræðu og öðru sem er í gangi í þjóðfélaginu hverju sinni. Sjónvarpsáhorf er ekki síst félagsleg athöfn.
Lesa meira