Fréttir

Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ og Bergþór Heimir varaformaður ÖBÍ

Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörinn formaður ÖBÍ

Á aðalfundi ÖBÍ, 15. og 16. október, var Þuríður Harpa Sigurðardóttir endurkjörin formaður ÖBÍ til næstu tveggja ára. Auk hennar voru níu einstaklingar kjörnir í stjórn bandalagsins til sama tíma.
Lesa meira

Heilbrigðisstarfsmaður heldur á postulínssparigrís með grímu

Sjúklingar borga 1,7 milljarð framhjá greiðsluþaki

Skýrsla ÖBÍ (2021, október): Sjúklingar greiða hátt á annan milljarð umfram samningsbundnar greiðslu Sjúkratrygginga til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþaki. Í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar sagði að ætlunin hafi verið að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara.
Lesa meira

Stelpur að leika sér með leikföng árið 1960.

Átt þú rétt á sanngirnisbótum?

Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra hefur birt auglýsingu í blöðum, þar sem kallað er eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á stofnun fyrir fötluð börn fyrir 1. febrúar 1993. Einstaklingar sem telja sig eiga rétt til bóta á grundvelli laganna hafa frest til og með 31. janúar 2022 til að sækja um sanngirnisbætur.
Lesa meira

Skjáskot af forsíðu fræðslugáttar Félagsmálaráðuneytis. Vefnámskeið. Sækja um aðgang.

Nýr fræðsluvefur Félagsmálaráðuneytis, námskeið um NPA

Lesa meira

Myndin er skjáskot af vef Landsréttar, og sýnir byggingu réttarins

Búsetuskerðing sérstakrar framfærslu uppbótar ólögleg.

Landsréttur felldi dóm þann 1. október, þess efnis að sú háttsemi Tryggingastofnunar Ríkisins, að skerða greiðslur sérstakrar framfærslu uppbótar, í hlutfalli við búsetu erlendis, sé ólögleg, og andstæð 65. grein stjórnarskrárinnar, og einnig 76. grein hennar, sem tryggir rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverra lágmarks framfærslu.
Lesa meira

Myndin sýnir hlið inn á þann hluta Laugavegar sem er göngugata.

Umboðsmaður telur ekki lagagrundvöll fyrir stöðusekt í göngugötu

Einstaklingur leitaði til umboðmanns Alþingis vegna stöðusektar sem hann fékk fyrir að leggja bifreið sinni, merkt stæðiskorti fatlaðra, á Skólavörðustíg, þar sem er merkt göngugata. Afstaða Bílastæðasjóðs var sú að þar sem ekki var um stæði sérmerkt fötluðum, veitti stæðiskortið viðkomandi ekki heimild til að leggja í göngugötunni.
Lesa meira

Ljósmynd af P-merki fyrir hreyfihamlað fólk á bílastæði

Breyting á reglugerð um bifreiðastyrki.

Þann fyrsta september síðastliðinn, tók gildi ný reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna kaupa og reksturs bifreiða. Helstu breytingar eru þær að nú eiga þeir sem taka endurhæfingalífeyri rétt skv. reglugerðinni, og hjón eða sambýlisfólk geta fengið styrk til kaupa á sameiginlegri bifreið. Réttur þeirra sem taka endurhæfingalífeyri nær aðeins til reksturs bifreiða, ekki kaupa.
Lesa meira

Myndin myndgerir að kveikja á perunni

Viðamikið samstarf um nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks

Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Átak og Hlaðvarp um mannréttindi fatlaðs fólks, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN, félag kvenna í nýsköpun, hafa hafið samstarf um verkefnið "nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks" Verkefnið snýst um að auka möguleika fatlaðs fólks til að starfa við nýsköpun annarsvegar, og hinsvegar efla nýsköpun með þátttöku þessa stóra hóps.
Lesa meira

Samsett mynd, forsíða skýrslunnar og skjáskot af Kastljósþætti 13. sept. 2021

Nær 8 af hverjum 10 eiga erfitt með að ná endum saman

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, hefur kynnt rannsókn sem stofnunin vann að beiðni ÖBÍ, um stöðu fatlaðs fólks. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar á þann veg að nærri 8 af hverjum tíu eiga erfitt, eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði Tryggingastofnunar

Umboðsmaður krefur ráðherra frekari svara

Umboðsmaður alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu í kjölfar svars þess vegna fyrra bréfs umboðsmanns. Þar óskaði hann eftir afstöðu ráðuneytisins á framkvæmd Tryggingastofnunar þegar kemur að synjun á örorkulífeyri til ungs fólks.
Lesa meira