Fréttir

Sammála um afnám „krónu-á-móti-krónu“ skerðinga

„Ég heyrði í síðustu viku að endurskoða ætti m.a. krónu á móti krónu regluna. Við erum öll sammála um að það beri að endurskoða hana og helst afnema,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Lesa meira

Loforð um réttlátt kerfi

„Það að hafa enn þá krónu á móti krónu skerðingu þegar kemur að öryrkjum er okkur til skammar. Við skulum taka okkur á. Við skulum heita okkur því að sameinast um það verkefni að bæta kjör öryrkja áður en við förum héðan í vor,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í umræðum um störf þingsins.
Lesa meira

Fátækt er pólitísk ákvörðun

„Núna hafa stjórnvöld tækifæri til að sýna að það er alvara á bak við orðin. Við leyfum okkur að vera bjartsýn og vongóð í upphafi nýs árs,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjarbandalags Íslands.
Lesa meira

Kerfisbundinn ójöfnuður

Ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukast sex sinnum meira en fólks með lágar tekjur og millitekjur, við skattbreytingar um áramót.
Lesa meira

Sjö af hverjum tíu úti í kuldanum

„Þó það sé vissulega jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð til þess að fleiri fái þessar örfáu krónur þá erum við verulega vonsvikin vegna 71% örorkulífeyrisþega sem breytingin nær ekki til,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Lesa meira

Góð stemning á Barsvari Ungliðahreyfingar ÖBÍ

Stuð og ljúf stemning einkenndu jólapöbbkviss Ungliðahreyfingar ÖBÍ sem haldið var í gærkvöldi.
Lesa meira

Ályktun stjórnar Öryrkjabandalags Íslands vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2018

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands, á neyðarfundi sínum 18. desember 2017, lýsir gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Skorað er á þingheim að standa við gefin loforð með því að gera strax mannsæmandi breytingar á framlögðu fjárlagafrumvarpi og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega: - Hækka þarf óskertan lífeyri almannatrygginga verulega. - Afnema verður krónu-á-móti-krónu skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar.
Lesa meira

Engin uppgjöf þrátt fyrir vonbrigði

„Þetta eru umtalsverð vonbrigði. Ég segi bara alveg eins og er,” segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.” Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, sem kynnt var í dag, fer lítið fyrir kjarabótum til örorkulífeyrisþega.
Lesa meira

Höfum trú á að Alþingi sýni sanngirni og mannúð og leiðrétti kjör örorkulífeyrisþega

„Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, króna á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis," segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Mikilvægustu áherslumál ÖBÍ vegna fjárlagavinnunnar hafa verið kynnt ráðherra. Þuríður Harpa segir að Fulltrúar ÖBÍ hafa kynnt ráðherra ítarlegar tillögur bandalagsins. „Nú fylgjum við því eftir með því að kynna þær almenningi. Ég hef trú á því að fólk muni taka undir tillögur okkar og hvetji þingmennina okkar til góðra verka.Þuríður Harpa segirbandalagsins
Lesa meira

Ólöf Ríkarðsdóttir - Minningarorð

Skrifstofa Öryrkjabandalags Íslands verður lokuð eftir kl. 14:00 í dag, föstudaginn 8. desember, vegna útfarar Ólafar Ríkarðsdóttur, fyrrverandi formanns ÖBÍ.
Lesa meira