Fréttir

Myndin sýnir Ólaf Hafstein í anddyri forsætisráðuneytisins með bréf sitt til forsætisráðherra.

Ekki enn fengið fund með Katrínu

Ólafur Hafsteinn Einarsson óskaði í september eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, en hann var vistaður í kvennafangelsinu á Bitru á Suðurlandi ásamt öðrum fötluðum einstaklingum. Hann ítrekaði beiðni sína við forsætisráðherra nú á dögunum. Svar ráðuneytis barst honum í dag, 12. nóvember.
Lesa meira

Myndin sýnir forsíðu skýrslunnar

Bandarískum fyrirtækjum sem skara framúr í ráðningu fatlaðs fólks, vegnar betur.

Fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um að ráða og styðja fatlað fólk í vinnu, skila betri afkomu en keppinautar þeirra, samkvæmt rannsókn sem Accenture, í samvinnu við AAPD, American Assoiciation of People with Disabilites, framkvæmdi og birti í október 2018.
Lesa meira

Heilbrigðisþing 2019. Taktu þátt!

Heilbrigðisþing 2019. Taktu þátt!

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hefur boðað til heilbrigðisþings undir yfirskriftinni siðferðileg gildi og forgangsröðun. Heilbrigðisþingið fer fer fram á Hótel Nordica 15. nóvember n.k. frá kl. 9:00 til 15:45. Öllum er heimil þátttaka.
Lesa meira

Myndin er skífurit sem sýnir niðurstöður könnunarinnar.

Könnun um ráðstöfunartekjur öryrkja.

Fyrsta könnunin sem fer fram á heimasíðu ÖBÍ var um mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja. Sérstaka athygli vekur að 13% þeirra sem þátt tóku segjast vera með undir 100 þúsund krónum til ráðstöfunar í hverjum mánuði.
Lesa meira

Myndin er grafísk teikning af verkefninu, þar sem fólk les inn texta og hlustar og miðpunkturinn er …

Samrómur til varnar íslenskunni í stafrænum heimi.

Samtök um íslenska máltækni (SÍM) hafa sett í loftið heimasíðuna samromur.is. Verkefnið er unnið í samvinnu við Almannaheill og er tilgangurinn að safna raddsýnum íslendinga til þróunar raddgreini á íslensku.
Lesa meira

Myndin sýnir Freyju Haraldsdóttur

Hæstiréttur dæmir Freyju í vil.

Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í morgun, fimmtudag, þess efnis að felldur er úr gildi úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála frá 6. júní 2016, sem staðfestir ákvörðun Barnaverndarstofu um að hafna umsókn Freyju að gerast varanlegt fósturforeldri.
Lesa meira

Myndin sýnir fjárlagafrumvarpið í bókarformi.

Umsögn Öryrkjabandalagsins um fjárlög

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent Alþingi umsögn sína um fjárlög ársins 2020. Heilt yfir má segja að umsögnin endurspegli þau vonbrigði sem fjárlögin valda öryrkjum. Fjárlög hvers árs skipta gríðarlegu máli fuyrir fatlað fólk, enda koma þau meira og minna inn á alla þá málaflokka sem varða þennan fjölbreytta hóp fólks.
Lesa meira

Merki kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ boðar til málþings um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Yfirskrift málþingsins er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Felur jafnréttishugtak hans í sér byltingu í jafnréttismálum (fyrir fatlaðar konur)?
Lesa meira

Myndin sýnir þátttakendur í pallporði málþingsins.

Eins heimskulegt og hugsast getur.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var afdráttarlaus í skoðun sinni á almannatryggingakerfinu á mjög vel sóttu málþingi Kjarahóps ÖBÍ.
Lesa meira

lítill drengur segir: ég ætla að verða öryrki þegar ég verð stór!

Beint streymi frá "Ég ætla að verða öryrki þegar ég verð stór"

Hér má finna beina útsendingu frá málþingi kjarahóps ÖBÍ um rangfærslur og fordóma í garð öryrkja.
Lesa meira