Fréttir

Vinnumálastofnun opnar fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

Vinnumálastofnun hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um almennar húsnæðisbætur á vefsíðunni www.husbot.is, en húsnæðisbætur koma í stað húsaleigubóta. Á síðunni eru svör við algengum spurningum um húsnæðisbætur og reiknivél til að reikna út rétt til húsnæðisbóta eftir nýjum reglum.
Lesa meira

Undirskriftasöfnun: Sálfræðiþjónusta verði felld í greiðsluþátttökukerfi

ADHD-samtökin hafa í samvinnu við tvö önnur aðildarfélög ÖBÍ - Einhverfusamtökin og Tourette-samtökin á Íslandi - og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Einstök börn, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhól - ráðgjafarmiðstöð og Umhyggju - félag langveikra barna hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Með undirskrift tekur einstaklingur undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.
Lesa meira

Sótsvört háðsádeila hjá Halaleikhópnum

Halaleikhópurinn frumsýndi 4. nóvember síðastliðinn nýtt leikverk sem ber titilinn Farið. Verkið er eftir leikskáldið Ingunni Láru Kristjánsdóttur og í leikstjórn Margretar Guttormsdóttur.
Lesa meira

ÖBÍ harmar ákvörðun kjararáðs

Öryrkjabandalag Íslands harmar þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands á sama tíma og örorkulífeyrisþegar hafa ekki fengið raunverulegar kjarabætur um árabil. Laun þessa hóps hafa því hækkað í tvígang á þessu ári. Hjá þingmönnum hefur þingfararkaup hækkað um kr. 389.164 á mánuði. Laun hjá forsætisráðherra hafa hækkað um kr. 630.492, hjá öðrum ráðherrum um kr. 568.848 og hjá forseta Íslands um kr. 670.170. Á sama tíma hefur óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkað um kr. 18.814 á mánuði og óskertur lífeyrir almannatrygginga með heimilisuppbót um kr. 21.832.
Lesa meira

Vegna villandi umræðu undanfarnar vikur

Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að að öryrkjar fengu ekki kjarabætur. Með yfirlýsingu sinni hefur ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega.
Lesa meira

Húmanistaflokkurinn svarar spurningum ÖBÍ

Allir flokkar sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 29. október næstkomandi fengu spurningalista senda á dögunum frá ÖBÍ sem inniheldur spurningar um stefnu flokkanna. Þær eru til viðbótar því sem spurt var um á opnum fundi ÖBÍ með frambjóðendum 8. október síðastliðinn. Spurt var nánar um heilbrigðismál, aðgengi og kjaramál. Húmanistaflokkurinn er þriðja framboðið sem sent hefur svör við þessum spurningum ÖBÍ.
Lesa meira

Alþýðufylkingin svarar spurningum ÖBÍ

Allir flokkar sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 29. október næstkomandi fengu spurningalista senda á dögunum frá ÖBÍ sem inniheldur spurningar um stefnu flokkanna. Þær eru til viðbótar því sem spurt var um á opnum fundi ÖBÍ með frambjóðendum 8. október síðastliðinn. Spurt var nánar um heilbrigðismál, aðgengi og kjaramál. Alþýðufylkingin er annað framboðið sem sent hefur svör við þessum spurningum ÖBÍ.
Lesa meira

VG svarar spurningum ÖBÍ

Allir flokkar sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 29. október næstkomandi fengu spurningalista senda á dögunum frá ÖBÍ sem inniheldur spurningar um stefnu flokkanna sem eru til viðbótar því sem spurt var um á opnum fundi ÖBÍ með frambjóðendum 8. október síðastliðinn. Spurt var frekar um heilbrigðismál, aðgengi og kjaramál. VG er fyrsta framboðið sem sent hefur svör við þessum spurningum ÖBÍ.
Lesa meira

Áskoranir til næstu ríkisstjórnar

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á nýja ríkisstjórn sem tekur til starfa eftir kosningar nú í október að draga úr tekjuskerðingum örorkulífeyrisþega, með því að fella sérstöku framfærsluuppbótina inn í tekjutryggingu frá og með 1. janúar 2017. Með lagabreytingu frá því fyrir helgi hafi verið valin sú leið að auka krónu á móti krónu skerðingar og auka muninn á milli þeirra sem fá greidda heimilisuppbót og hinna sem fá hana ekki. Þá var skorað á stjórnvöld að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að réttur fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) verði lögfestur strax á haustþingi 2016.
Lesa meira

Upptaka af fundi með frambjóðendum

Laugardaginn 8. október síðastliðinn bauð Öryrkjabandalag Íslands fulltrúum allra framboða, sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum 29. október næstkomandi, til opins fundar á Grand hóteli. Rætt var um þau mál sem helst brenna á félagsfólki í aðildarfélögum ÖBÍ. Fundurinn var tekinn upp.
Lesa meira