08. apríl, 2020
Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úrskurð í máli einstaklings gegn Akraneskaupstað, þar sem deilt var um hvort heimilt væri fyrir bæjarfélagið, að velta kostnaði við fæði starfsmanna bæjarins, yfir á þjónustuþegann, fatlaðan einstakling. Ákvörðun bæjarfélagsins er felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar meðferðar. Úrskurðanefnd, sem áður hafði staðfest ákvörðun Akranesskauipstaðar, hafði, í kjölfar kvörtunar kæranda til Umboðsmanns Alþingis, ákveðið að taka málið upp aftur.
Lesa meira
08. apríl, 2020
Í framhaldi af samvinnu Rúv og Landssamtakanna Þroskahjálp um fréttir af kórónaveirunni á auðskildu máli, hefur Rúv nú bætt í þá þjónustu og opnað sérstakt vefsvæði, þar sem fréttir á auðskildu máli verða birtar.
Lesa meira
03. apríl, 2020
Embætti landlæknis, Samband íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytið hafa sent frá sér leiðbeiningar til notenda og aðstoðarfólks í NPA vegna Covid-19.
Lesa meira
01. apríl, 2020
Eins og öllum er ljóst hefur orðið mikil röskun á starfi hjálparstofnana síðustu vikurnar. Því er rétt að taka saman hvernig starfi hjálparstofnana er háttað nú um stundir.
Lesa meira
01. apríl, 2020
Nú hefur hafið göngu sína nýr þáttur, Öryrkjaráðið á Samstöðinni. Samstöðin er ný gagnvirk sjónvarpsstöð á Facebook sem hægt er að ná hér
Öryrkaráðið er í umsjón þeirra Ástu Þórdísar Skjalddal og Maríu Pétursdóttur.
Lesa meira
27. mars, 2020
Hér efst á síðunni er ábendingarhnappur ef þú ert í vandræðum, þarft hjálp, vantar mat eða lyf vegna Covid-19 ástandsins.
Ekki hika við að smella á hnappinn til að senda tölvupóst á stjórnvöld eða hringja í síma 1717.
Lesa meira
25. mars, 2020
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur.
Úthlutað verður í júní.
Lesa meira
24. mars, 2020
Í umsögn sinni við frumvarp til fjáraukalaga, sem nú er í meðförum Alþingis segir Öryrkjabandalagið það ekki að ástæðulausu að slagorð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sé "skiljum engan eftir". Tilhneyging stjórnvalda er of oft að skilja eftir jaðarsetta hópa samfélagsins við ákvarðanatöku sína. Umsögn ÖBÍ var send nefndasviði Alþingis í dag, 24. mars og fer hér á eftir.
Lesa meira
24. mars, 2020
Þar sem félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar hefur verið lokað tímabundið vegna þess neyðarástands sem nú ríkir, hefur verið gripið til þess ráðs að senda mat, sem annars var veittur í félagsmiðstöðunum, heim til þeirra sem þess óska.
Lesa meira
20. mars, 2020
Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins hefur Geðhjálp tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið.
Lesa meira