obi.is

focus-rettindi

Réttindi

Upplýsingar um réttindi frá stéttarfélögum, Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) þegar slys eða veikindi verða.

focus-tjonustur

Þjónusta og ráðgjöf

Þjónusta og úrræði til að bæta lífsgæði fatlaðs fólks og standa vörð um réttindi þeirra. Ráðgjöf sem býðst hjá ÖBÍ.

focus-utgafur

Útgáfur

Útgefið efni ÖBÍ og annarra sem fjalla um eða rannska málefni fatlaðs fólks.

focus-fyrirtaeki

Fyrirtæki ÖBÍ

ÖBÍ er stofnaðili að nokkrum fyrirtækjum og sitja fulltrúar ÖBÍ í stjórnum þeirra. Meðal fyrirtækjanna eru...
Í brennidepli

Heyrnarlaus kona í partýi er ekki með túlk með sér og er það að leiðandi útilokuð frá því sem er að gerast

Útilokun

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:


Fatlað fólk á rétt tjáskiptaleiðum að eigin vali, t.a.m. táknmálstúlkun, til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.Íslenska ríkið veitir hins vegar of litlu fé til táknmálstúlkunar í daglegu lífi og því skortir reglulega fé til táknmálstúlkunar. Það þýðir að heyrnarlaust fólk fær ekki táknmálstúlkun á mannfögnuðum, fundum o.s.frv. og getur því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu.  Lesa meira
Konu á sambýli er sagt að fara í háttinn þegar hún er sest niður til þess að horfa á sjónvarpið

Sambýli

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir: Fatlað fólk á rétt til þess að stjórna sínu lífi, taka eigin ákvarðanir, geta valið hvar það býr og með hverjum og fá aðstoð á sínum forsendum. Fatlað fólk hefur í mörgum tilvikum ekki annað val en að búa á sambýlum þar sem það þarf iðulega að láta að stjórn starfsfólks og þeirra reglna og hefða sem þar eru og fær þar af leiðandi ekki að stjórna sínu lífi.

Skrifaðu hér undir áskorun til stjórnvalda að fullgilda samninginn á haustþingi 2015
Lesa meira
Maður hringir inn í vinnuveitanda og segist ekki treysta sér í vinnuna í dag vegna þungllyndis

Fordómar

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:Ekki skal mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli fötlunar og þau ríki sem hafa fullgilt samninginn skuldbinda sig til að vinna gegn fordómum. Fatlað fólk með geðraskanir eða aðrar skerðingar mætir víða fordómum, þekkingar- og skilningsleysi á vinnumarkaði og meðal almennings.

Lesa meira
Blind kona stödd á fyrir lestri þar sem fyrirlesarinn talar mikið um að sjá þetta og sjá hitt á n þess að lýsa því hvað það er. Á myndinni stendur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla

Upplýsingar

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:

Fatlað fólk á rétt á upplýsingum að eigin vali, t.a.m. sjónlýsingum, táknmálstúlkun og upplýsinga- og samskiptatækni á aðgengilegu formi. 

Samfélagið gerir hins vegar ráð fyrir því að allir séu sjáandi og upplýsingar því settar fram á sjónrænan hátt og ekki útskýrðar frekar.


Skrifaðu hér undir áskorun til stjórnvalda að fullgilda samninginn á haustþingi 2015 Lesa meira

Flýtival