Skip to main content
Frétt

Almannatryggingar og starfsgetumat: Nýtt kerfi – fyrir hvern?

By 7. júní 2016No Comments

Málþing ÖBÍ um almannatryggingar og starfsgetumat þann 25. maí 2016, Grand Hótel (Gullteigur) Reykjavík

Á haustmánuðum 2013 skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar. Verkefni nefndarinnar var annars vegar að fjalla um kerfi starfsgetumats sem taki við af kerfi örorkumats og sveigjanleg starfslok. Hins vegar var verkefni nefndarinnar að fjalla um fjárhæðir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja. 

Í byrjun árs 2014 setti ÖBÍ af stað vinnuhóp til að kortleggja hugmyndir um starfsgetumat og hvernig því gæti verið sem best háttað.  Vinnuhópurinn skrifaði skýrsluna Virkt samfélag: Tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess. Í skýrslunni er að finna helstu áherslur og tillögur bandalagsins að nýju starfsgetumatskerfi og greiðslum á grundvelli þess. Skýrslan var innlegg ÖBÍ í starf nefndarinnar og var hún kynnt þar. Auk þess var skýrslan kynnt fyrir ráðherra félags- og húsnæðismála og aðstoðarmanni.

Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar lauk störfum í febrúar sl. og skilaði skýrslu sem finna má á vef velferðarráðuneytisins. ÖBÍ skilaði séráliti ásamt greinargerð sem einnig er hægt að finna á vef ráðuneytisins, www.velferdarraduneyti.is

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur boðað að frumvarp sem byggir á tillögum úr skýrslu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar sé í undirbúningi hjá ráðuneytinu og verði lagt fyrir Alþingi fyrir næstu kosningar.

Til að bregða ljósi á áætlanir stjórnvalda og þær tillögur sem nefndin um almannatryggingar lagði fram, ásamt því að kynna áherslur ÖBÍ og þá gagnrýni sem kom fram í séráliti og greinargerð bandalagsins um tillögur nefndarinnar, þá verður boðað til málþings miðvikudaginn 25. maí kl. 13-17 á Grand hóteli.

Enn fremur munu nokkrir einstaklingar frá aðildarfélögum ÖBÍ, Landssamtökunum Þroskahjálp og ÁTAKI vera með erindi, þar sem þeir beina sjónum sínum að því hvernig tillögurnar hafa áhrif á möguleika fólks með mismunandi skerðingar til atvinnuþáttöku og framfærslu.

Dagskrá
Ávarp: Ellen Calmon, formaður ÖBÍ
Tillögur ÖBÍ og sérálit við skýrslu nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar
Lagaumhverfi: Sigurjón Unnar Sveinsson, lögfræðingur ÖBÍ 
Starfsgetumat: Guðrún Hannesdóttir, félagsfræðingur
Nefndarvinna og sérálit: Ellen Calmon, formaður ÖBÍ 
Framfærsla: Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi ÖBÍ 
Vinnumarkaður: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Kaffihlé

Áhrif nýs kerfis á möguleika fólks til atvinnu og framfærslu? 
Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélagi Íslands
Guðmundur Ingi Kristinsson, Sjálfsbjörg 
Friðrik Sigurðsson, Landssamtökunum Þroskahjálp og Aileen Svensdóttir, Átaki 
Sylviane Pétursson-Lecoultre, Geðhjálp
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Félagi heyrnarlausra

Pallborðsumræður
Lokaorð: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður

Upptaka frá málþinginu

Fyrirlestrar og glærur

Glærur Sigurjóns Unnars Sveinssonar, lögfræðings ÖBÍ, um lagaumhverfi
Glærur Guðrúnar Hannesdóttur, félagsfræðings, um starfsgetumat
Glærur Ellenar Calmon, formanns ÖBÍ, um nefndarvinnu og sérálit
Glærur Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur, félagsráðgjafa ÖBÍ, um framfærslu
Glærur Friðriks Sigurðssonar, Landssamtökunum Þroskahjálp og Aileen Svensdóttur, Átaki, um áhrif nýs kerfis
Glærur Sylviane Pétursson-Lecoultre, Geðhjálp, um áhrif nýs kerfis
Glærur Heiðdísar Daggar Eiríksdóttur, Félagi heyrnarlausra, um áhrif nýs kerfis