Formannafundir eru haldnir minnst tvisvar á ári. Tilgangur þeirra er að tryggja samráð og upplýsingamiðlun milli stjórnar og aðildarfélaga. Formannafundir skulu boðaðir með að minnsta kosti tíu daga fyrirvara og tilkynning um fulltrúa berist bandalaginu eigi síðar en viku fyrir fund.
Stefnuþing gerir tillögu til aðalfundar um stefnu og áherslur í starfi bandalagsins sem og hvaða föstu málefnahópar skulu starfa innan þess. Stefnuþing skal haldið að minnsta kosti annað hvert ár og boðað með minnst tveggja mánaða fyrirvara.