Skip to main content
Frétt

Fundargerð 8. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 11. apríl 2019

By 5. september 2019No Comments

 Fundargerð 8. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 11. apríl 2019, kl. 16:00 – 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

 1.    Setning fundar.

Formaður setti fund kl. 16:05.

 2.    Fundargerð frá 11. mars 2019.

Fundargerðin var send út í tölvupósti. Engar athugasemdir bárust og var hún því samþykkt.

 3.    Skýrsla formanns.

Bréf barst frá Reykjavíkurborg þar sem beðið var um skipun fulltrúa í aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks. Eftirtaldir voru tilnefndir:

Aðalmenn           Bergþór Heimir Þórðarson, Geðhjálp

                             Ingólfur Már Magnússon, Heyrnarhjálp

                             Lilja Sveinsdóttir, Blindrafélaginu

Varamenn          Bergþór G. Böðvarsson, Geðhjálp

                             Rósa María Hjörvar, Blindrafélaginu

                             Snædís Rán Hjartardóttir, Fjólu

 

Spurt var hvort eitthvað hefði farið úrskeiðis varðandi Brandenburg og eins hvernig gengi með búsetuskerðingarmálið. Formaður svaraði því til að samningaviðræður stæðu yfir við Erp Eyvindarson um leyfi til að nota lag hans í auglýsingaherferð ÖBÍ. Óljóst er hvar búsetuskerðingarmálið strandar.

 

Umræður voru um yfirstandandi kjarasamninga og aðkomu ÖBÍ að þeim. Leggja þarf á ráðin um hvað ÖBÍ muni gera og leggja fram skýrar kröfur um lífskjarasamning öryrkja. Stjórnvöld virðast ekki fylgja lögum um hækkun greiðslu til öryrkja sbr. 69. gr. almannatryggingalaga. Benda þarf á að ÖBÍ hafnar starfsgetumati.

 

Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur séð um samskipti við stjórnvöld varðandi lífskjarasamninginn. Beðið hefur verið eftir fundarboði frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra og verður bréf sent til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Í farvatninu eru greinar sem munu birtast í fjölmiðlum. Einnig er umræða um sameiginlegan fund með verkalýðshreyfingunni og LEB. Formaður ÖBÍ fær að halda ræðu 1. maí á aðalsviði.

 

4.    Styrkir til aðildarfélaga ÖBÍ. Tillaga framkvæmdaráðs.

Farið var yfir verklag framkvæmdaráðs varðandi úthlutun, 115 milljónir króna voru til úthlutunar til aðildarfélaga ÖBÍ samkvæmt fjárhagsáætlun.

 

Umræður voru um tillögu framkvæmdaráðs og var hún samþykkt samhljóða.

 

5.    Sérstakir styrkir ÖBÍ. Tillaga framkvæmdaráðs að úthlutun. (Fskj. 4)

Farið var yfir verklag framkvæmdaráðs varðandi úthlutun, 15 milljónir króna voru til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun.

 

Umræður voru um tillögu framkvæmdaráðs og var hún samþykkt samhljóða.

 

6.    Tilnefning fulltrúa ÖBÍ í stjórn Fjölmenntar. Skipun 2ja aðalmanna og 2ja varamanna til 3ja ára. (Fskj. 5)

Skipa þarf í stjórn Fjölmenntar og voru aðildarfélög ÖBÍ beðin um að senda inn tilnefningar.

 

Farið var yfir þær tilnefningar sem bárust og var umræða um málið. Samþykkt var að vísa málinu til framkvæmdaráðs.

 

7.    Næsti fundur.

Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 23. maí, kl. 16.

 

  1. 8.    Önnur mál.

a) 1. maí.

Formaður hvatti alla til að mæta í kröfugöngu 1. maí og taka með sér vini og fjölskyldu. Texti forgönguborða ÖBÍ verður „Þrautaganga öryrkja“.

 

b) Tölvukerfi ÖBÍ.

Framkvæmdastjóri upplýsti um breytingar sem gerðar verða á rekstri tölvukerfis bandalagsins. Leitað var tilboða og voru margar ólíkar útfærslur skoðaðar varðandi gagnageymslu, þjónustu og fleira. Niðurstaðan var sú að Opin kerfi eru með bestu lausnina og hagkvæmustu. Þeirra leið er blönduð, það er viðkvæmustu gögnin verða geymd í gagnaveri hjá þeim og önnur gögn fara í skýið, sem er mun öruggara í dag en áður. Framkvæmdastjóri mun ganga til samninga við Opin kerfi.

 

Umræður voru um málið. ÖBÍ setur það sem skilyrði að skýið fari ekki út fyrir Evrópu.

 

Fundi var slitið kl. 18:17.

 

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.