Í all nokkurn tíma hefur staðið til að ráðast í heildar endurskoðun á kerfi almannatrygginga. ÖBÍ hefur þrýst á að þessi vinna hefjist, og lýsti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra því yfir í byrjun árs, að það væri hans von að sú vinna hæfist á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þessa árs. Nú hefur stýrihópur vinnunnar verið skipaður.